Fundur 6.12.2010 kl 16-17
Mætt: Gerður skólastjóri, Einar Logi formaður, Berglind, Anna Guðrún og Gestur, sem ritaði fundargerð
1. Spurningar. Farið yfir spurningalista. Gesti falið að skrifa drög að svari sem sent yrði út í kvöld
2. Sameiningarnefnd. Skipun nefndarinnar kynnt og rætt. Fundarmönnum þótti lítil tækifæri í sameiningum jafn stórs skóla og Grænuborgar við aðra skóla.
3. Jóladagskrá
Jólaball 17.12 kl 14. Foreldrum Dropadeildar stendur til boða að vera með börnum.
Ilmi og Nínu Dögg falið að útvega jólasveina.
Jólaleikrit 21.12. Þórdís Arnljótsdóttir kemur.
4.Næsti fundur. 10. janúar 2011 kl 16