Foreldraráð Grænuborgar 2. fundur þann 03.11´09
16:10 fundur settur
Mætt: Gerður, Ragnheiður, Einar og Þóra
Foreldrafélagið á smá pening og hefur hug á að nota hann til að styrkja eldri börnin í ferð á kaffihús og kaupa pappa fyrir jólaföndur. Samþykkt einróma.
Kosningum í foreldraráð frestað um viku vegna mætingar.
Gerður mun finna nýjan fundartíma svo hægt verði að klára kosningarnar. Sá fundur verður ör-fundur og eina málið á dagskrá er að klára kosningar í foreldrafélagið. Ragnheiður er tilbúin að gegna hlutverki gjaldkera áfram og Einar er tilbúinn að taka að sér hlutverk auglýsingafulltrúa.
Umræður um leikrit á vegum foreldrafélags. Samþykkt að Gerður reyni að fá Þórdísi Arnljóts sem hefur séð um jólasýningar fyrir Grænuborg.
Umræður um valgreiðslukröfur sem foreldrafélagið hyggst nota til að að rukka inn félagsgjöld. Samþykkt að hafa tvær greiðslur fyrir og eftir áramót. Leitað verður eftir þjónustu Kaupþings.
Gerður og Ragnheiður ætla að klára að ganga frá þessu máli.
Gerður sagðist ætla að senda viðbragðsáætlun skólans á foreldraráðið. Foreldraráð er beðið að lesa viðbragðsáætlunina yfir. Allar athugasemdir vel þegnar.
17:00 fundi slitið