Fundur 31. maí 2011

 Foreldraráðsfundur 31. Maí 2011

Mættir voru: Hannes, Nína, Ragnheiður, Einar, Gerður, Berglind

Ritari Berglind

Kom upp sú hugmynd að foreldrafélagði greiði fyrir möppur undir ferilskrár barnanna.

Sveitaferð tókst vel og var mæting svipuð og í fyrra. Rútur kostuðu um 80.000 kr.

Í tilefni 80 ára afmælis Grænuborgar verður haldin afmælishátíð vikuna 20-24. júní. Þá verða uppákomur flesta dagana.

·         Mán. 20. Júní – Hreinsunardagur frá kl 16-17. Foreldrar og krakkar hjálpast við að gera garðinn fínann fyrir afmælisvikuna. Gott ef fólk getur mætt með áhöld og verkfæri með sér. Það þarf að útbúa tilkynningu um þetta og senda út.

·         Þrið. 21. Júní – Brúðubíllinn kemur í heimsókn

·         Mið. 22. Júní. – Hestar frá Krakkahestum koma í heimsókn. Verða með kynningu á hestum og því sem þeim fylgir og svo fá allir að fara á bak. Kostar 50.000 kr. Berglind búin að panta.

·         Fim. 23. Júní –

·         Föst. 24. Júní. Afmælishátíðin. Gerður og Einar ætla að senda út fréttatilkynningu og bjóða m.a fyrrverandi nemendur velkomna.

o   Hoppukastalar (Hannes ætlar að panta þá)

o   Ath með tæki frá ÍTR eða fá trúð eða töframann – getur einhver tekið það að sér??

o   Baka stóra afmælisköku sem foreldraráðið greiðir, ath hvort Ragga sé til í að aðstoða.

o   Ath hvort einhver fyrrverandi nemandi skólans vildi koma og vera með skemmtiatriði t.d söng, spila eða leika.

·         Varðandi afmælisgjöf foreldrafélagsins til Grænuborgar þá verður það annaðhvort í formi framlags til að gera afmælishátíðina veglegri (kaka og fleira) eða eitthvað verður keypt en það fer eftir stöðu á reikningi foreldrafélagsins.

Leikjadagur sem rætt var um að hafa í afmælisvikunni á síðasta fundi, verður færður fram á haust.

Þetta var síðasti fundur fram á haust, nema við sjáum ástæðu til að hafa aukafund vegna afmælishátíðar.

 


Foreldravefur