Árdís Hulda Stefánsdóttir

ardisÁrdís er í 100% starfi sem deildarstjóri Dropadeildar. Hún er með B.Ed. í leikskólakennarafræðum og útskrifaðist árið 2001. Árdís er með fjölda ára starfsreynslu úr leikskóla. Gæðastundir með fjölskyldunni er það sem hún metur mest og að ferðast um landið. Flesta morgna er það Cheerios sem ratar í morgunverðarskálina. 

Netfangið hennar er This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Bianca Tighe

Bianca er í 100% stöðu á Dropadeild. Hún er grunn- og framhaldsskólakennari, auk þess er hún sellóleikari með BM í tónlist og með BA gráður í lögfræði.

Guðveig Sigríður Búadóttir

Gígja er í 67% starfi í Grænuborg. Hún er sjúkraliði að mennt. Guðveig hefur fjölda ára stafsreynslu úr leikskóla en hefur unnið í eldhúsi Grænuborgar frá 2006 - 2016, eftir það inni á deildum. Hennar áhugamál eru heilsurækt, fjölskyldan, barnabörnin, golf og vinnan. Gígja byrjar daginn með AB-mjólk með múslí, grófu brauði með osti og skolar þessu niður með góðu kaffi. Hún tekur einnig lýsi og vítamín.

Hildur Franziska Hávarðardóttir

hildur franziskaHildur Franziska er í 100% starfi á Dropadeild, hún byrjaði að vinna í Grænuborg í júní 2018. Hildur kláraði stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík vor 2018 af nýmálabraut.Hildur Franziska er fyrrverandi nemandi í Grænuborg.

Iðunn Vignisdóttir

541732 10151463192762009 1692089649 nIðunn er leikskólaleiðbeinandi í 88% starfi á Dropadeild, vinnur frá 9 - 16. Iðunn er með BA próf í bókmennta- og sagnfræði auk þess sem hún er að klára MA próf í hagnýtri menningarmiðlun. Iðunn hefur starfað í Grænuborg í, með hléum frá því 2001.

Natalie Jane S. Preston

Natalie er í 16% starfi leikskólaleiðbeinenda á Dropadeild, 8.15 - 9.30. Hún byrjaði að vinna í Grænuborg í maí 2018. Áður hefur hún unnið við sérkennslu og sem leiðbeinandi í leik- og grunnskólum.


Foreldravefur