Jón Hans Ingason

Jón Hans er deildarstjóri Mánadeildar í 100% starfi. Hann útskrifaðist sem leikskólakennari 2009 og er með fjölda ára starfsreynslu úr leikskóla. Jón byrjar daginn gjarnan á því að fá sér ab-mjólk með Cheeriosi og kaffibolla. Hann hefur gaman af gömlum bátum og sjóstangveiði.

Netfang hans er: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ragnheiður Sara Th. Sörensen

Ragga Sara er í 100% starfi á Mánadeild. Hún er með fjölda ára starfsreynslu úr leikskóla og hefur lokið  leikskólaliðanámi við Borgarholtsskóla. Ragga Sara hefur gaman af tónlist, ljósmyndun og allskonar útiveru, t.d. snjóbretti og veiði. Ragga Sara byrjar daginn á hafragrautnum hennar Röggu eða súrmjólk.

Auður Waltersdóttir

audurwaltersdottirAuður er í 100% starfi á Mánadeild. Auður hefur nokkra ára reynslu af því að starfa í leikskóla. Auður starfaði í Grænuborg í þrjú ár í upphafi aldarinnar, en hefur búið í Noregi síðustu ár. Hennar helstu áhugamál eru t.d. börnin, útvera, fjölskyldan og tónlist.


Foreldravefur