Anna Berglind Þorsteinsdóttir

Anna Berglind Þorsteinsdóttir er deildarstjóri Stjörnudeildar í 100% stöðu. Hún er með B.A. í uppeldisfræði og lauk því 2004. Anna er með fjölda ára starfsreynslu úr leikskóla. Hún hefur unun af að vinna með börnum og eru kvikmyndir, tónlist og hestar einnig áhugamál. Anna Begga byrjar daginn með hinu klassíska: Cheerios með mjólk. Anna Begga er í veikindaleyfi.
 
Netfang hennar er: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Úna Jóhannsdóttir

UnaÚna er í 100% starfi á Stjörnudeild. Úna er með BS próf í viðskiptafræði frá HÍ. Hennar helstu áhugamál eru að fara út að hlaupa, horfa á bíomyndir, svo eru hún mikið jólabarn. Únu finnst gott að byrja daginn á því að fá sér hafragraut.

Rakel Víglundsdóttir

Rakel VíglundsRakel er í 100% starfi á Stjörnudeild. Rakel er menntaður félagsliði og hefur unnið sem slíkur í 10 ár. Helstu áhugamál hennar eru börn, kynnast fólki, útivist og sveitin. Rakel finnst gott að byrja morguninn á því að fá sér Boost eða hafragraut.

Jökull Sigurðarson

jökullJökull er í 100% afleysingastöðu í Grænuborg. Hann er með stúdentspróf af náttúrufræðibraut frá MH. Hann var einnig nemandi í Grænuborg þegar hann var á leikskólaaldri.

Sigrún Björnsdóttir

sigrun bjornsdottirSigrún er leikskólaliði, hún sinnir 92% sérkennslu á Stjörnudeild og er með fjölda ára starfsreynslu úr leikskólastarfi.


Foreldravefur