Stjörnudeild 02.02.2012

Kæru vinir! 

Nú er enn ein vikan liðin, full af handboltafjöri ásamt hefðbundinni dagskrá.:) 
 
Á mánudag var risa Sullódagur og fóru eftirfarandi hópar meðÖnnu Beggu annars vegar og Jóni Svavari hins vegar: 
Hópur 1: Margrét, Siggi, Jóa og Óðinn.  
Hópur 2: Hildur, Daníel, Ottó og Auður. 
Hópur 3: Úa, Fönn, Eva og Elías. 
Hópur 4: Friðrik, Guðrún, Erna og Ástríður. 
 
Á þriðjudag lékum við inni frjálst fyrir hádegi og fórum út eftir hádegi. Við þurftum því miður að sleppa frjálsum hópatíma þetta skiptið vegna veikinda starfsfólks. 
 
Á miðvikudag fórum við í Listasmiðjuna til Lottu að æfa okkur í að klippa og líma. 
 
Á fimmtudag var hreyfistund og þema. Allir hópar fóru í stöðvaþjálfun í hreyfistund. Þar voru 4 stöðvar: körfubolti, keila, safna kubbum með að draga sig áfram á hjólabretti og sjúga bómullarhnoðrum milli diska með röri. Allir hópar byrjuðu að sjálfsögðu tímann á upphitun og enduðu á slökun. 
Rauði hópur í þema: Sungu þematengd lög (Meistari Jakob á íslensku-ensku-spænsku og frönsku, Indjánalagið og Hæ góðan dag) og hlustuðu á tónlist frá öðrum löndum (svo sem Kína, Ástralíu, Japan, Afríku og fleira). Ásamt þessu skoðaði hópurinn myndir af internetinu af útlenskum börnum víðs vegar um heim, framandi húsakynnum(svo sem moldarkofum, húsum í Feneyjum og snjóhúsum) og útlenskum mat. Að lokum fengu börnin svo að horfa á dýralífsmyndband á Youtube. 
Græni hópur í þema: Skoðuðu myndir af internetinu af útlenskum börnum víðs vegar um heim, framandi húsakynnum og horfðu á dýralífsmyndbönd áYoutube. 
Guli hópur í þema: Skoðuðu og ræddu myndir af börnum af erlendum uppruna og skoðuðu heimkynni þeirra á landakorti (Indland, Grænland, Ísland,Afríka og Kína). 
 
Á föstudag var Söngsalur en ekkert Stóra Val af því við héldum Þorrablót í salnum í hádegismatnum! Þá var öllum börnum leikskólans smalað inn í sal til að borða þorramat saman og syngja þorralög. Þetta var rosa gaman og mesta sportið hjá sumum var að smakka á kæstum hákarli.:)  
 
Þess má geta að á mánudag, þriðjudag og fimmtudag var í boði fyrir börn sem vildu að fylgjast með handboltaleikjum íslendinga í sjónvarpi inn í sal eftir kaffið. Þar myndaðist skemmtileg stemning og gátu börnin þá flakkað milli þess að leika í frjálsum leik og horfa á strákana okkar. Áfram Ísland! 
 
Takk fyrir frábæra viku! 
Anna Berglind deildarstjóri Stjörnudeildar.

 


Foreldravefur