Gerður Sif Hauksdóttir

altGerður Sif Hauksdóttir er leikskólastjóri i 100% stöðu. Hún er lærður leikskólakennari og útskrifaðist 1987, einnig hefur hún lokið framhalds-diplómu í uppeldisfræðum frá KHÍ. Hún hefur fjölda ára starfsreynslu úr leikskóla en hefur verið leikskólastjóri á Grænuborg frá 2002. Hennar helstu áhugamál eru útivist, samvera, lestur, líðandi stund, ferðalög o.fl. Gerður byrjar daginn með létt AB-mjólk með jarðarberjum, bláberjum eða einhverjum ávöxtum, kaffibollanum má ekki gleyma

Netfang hennar er: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Hólmfríður Júlíana Pétursdóttir

hofy1

Hólmfríður er í 100% stöðu og sinnir verkefnum aðstoðarleikskólastjóra og sérkennslustjóra. Hún er með B.ed próf í leikskólakennarafræðum. Hún er með fjölda ára starfsreynslu úr leikskóla. Hennar helstu áhugamál er fjölskyldan og föndur og auðvitað menntun barna. Hólmfríður (Hófý) fær sér chiagraut í morgunverð.

Netfang hennar er: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Guðveig Sigríður Búadóttir

Gígja er í 67% starfi í Grænuborg. Hún er sjúkraliði að mennt. Guðveig hefur fjölda ára stafsreynslu úr leikskóla en hefur unnið í eldhúsi Grænuborgar frá 2006 - 2016, eftir það inni á deildum. Hennar áhugamál eru heilsurækt, fjölskyldan, barnabörnin, golf og vinnan. Gígja byrjar daginn með AB-mjólk með múslí, grófu brauði með osti og skolar þessu niður með góðu kaffi. Hún tekur einnig lýsi og vítamín. Gígja er í veikindaleyfi.


Foreldravefur