Piparkökubakstur

Börnin á Sólskinsdeild voru að baka piparkökur í dag, aðrar deildir hafa verið að baka piparkökur í vikunni, þannig að hérna í leikskólanum hefur allt ilmað af piparkökum og gleði.

 

piparkokur1 Smallpiparkokur2Smallpiparkokur3 Smallpiparkokur4 Small

Lýðræði í matseðlagerð

Í Grænuborg er verið að leggja aukna áherslu á lýðræði í skólastarfi og einn liður í því er að börnin á elstu deildinni taka þátt í að móta matseðil mánaðarins. Í hverjum mánuði eru 3-4 börn fengin til þess að koma með hugmyndir af því hvað þau vilja hafa í matinn.

Hér eru þrjú börn mætt á fund með Gerði og Röggu til þess að ákveða hvaða rétti þau vilja hafa á matseðli í desember mánuði. Hvert barn fær að velja 2 rétti sem eru settir á matseðil mánaðarins.

 

20141126 142554

 

Pöddusúpa í matinn

Börnin af elstu deildinni taka þátt í að ráða því hvað er í matinn. Þrjúr til fjögur börn mæta á fund til Gerðar og Röggu og láta vita hvað þau vilja helst hafa í hádegismatinn næsta mánuðinn. Í dag varð pöddusúpa fyrir valinu. Við vorum öll viss um að Ragga hefði farið út í gærkvöldi til að leita pöddum og ormum til að setja í súpanu. Börn og kennarar voru því hikandi þegar þau settust við matarborðið, en borðuðu svo súpuna með bestu lyst, því hún var auðvitað alveg gómsæt. Hérna má sjá tvær myndir af góðgætinu.

poddurisupupoddusupsan


Foreldravefur