Dropadeild fór að sjá Brúðubílinn

Í gær fór Dropadeildin að sjá Brúðubílinn í Hallargarðinum. Börnin voru mjög dugleg að labba báðar leiðir og skemmtu þau sér mjög vel á sýningunni. 

 

brudubillinn dropar


Sólskinsdeild á listasafn ASÍ

Í gær fór börnin af Sólskinsdeild í listasafn ASÍ. Sverri Guðjónsson hafði samband við okkur og bauð elstu deildinni að vera þátttakendur í sýningunni. Sýningin heitir IMA 今 NOW. Nánari upplýsingar um sýninguna er að finna hér.

IMG 9471


Fjórða græna skrefið

Fjórða skrefið í grænum skrefum í starfsemi Reykjavíkurborgar. Nú höfum við náð fjórða og síðasta skrefinu í grænum skrefum Reykjavíkurborgar og náðist það á tilsettum degi þann 28. maí síðastliðin. Í tilefni dagsins var ákveðið að hafa grænan dag og mættu allir í einhverju grænu. Börnum og fullorðnum var boðið upp á grænt brauð með matnum og svo var grænt brauð og græn kaka í síðdegishressingunni. Við erum ákaflega stolt af þessum árangri og munum af sjálfsögðu halda áfram að leggja áherslu á vistvænan rekstur og vistvæna innlögn í nám barnanna.

10322784 682859431779857 5463105253008392061 n

10172775 682859811779819 1892673282233878477 n


Foreldravefur