Pöddusúpa í matinn

Börnin af elstu deildinni taka þátt í að ráða því hvað er í matinn. Þrjúr til fjögur börn mæta á fund til Gerðar og Röggu og láta vita hvað þau vilja helst hafa í hádegismatinn næsta mánuðinn. Í dag varð pöddusúpa fyrir valinu. Við vorum öll viss um að Ragga hefði farið út í gærkvöldi til að leita pöddum og ormum til að setja í súpanu. Börn og kennarar voru því hikandi þegar þau settust við matarborðið, en borðuðu svo súpuna með bestu lyst, því hún var auðvitað alveg gómsæt. Hérna má sjá tvær myndir af góðgætinu.

poddurisupupoddusupsan

Fjör í fataklefanum

Börnin á Stjörnudeild er að flýta sér út, það er ekki rok og rigning, okkur til mikillar gleði.

fjor í fataklefanum

Sirkusatriði í salnum

Egill Kaktuz, sem starfaði með Sirkus Íslands í sumar, kom í heimsókn í salinn og sýndi okkur hvernig hægt væri að djöggla með mismunandi hlutum og ýmislegt fleira sirkustengt. Síðan fengu börnin tækifæri til að prufa sjálf. Mjög skemmtilegt.

egill.sirkus

born.sirkus


Foreldravefur