Breyting á opnun leikskólans

Eins og öllum er kunnugt um þá breyttist opnunartími leikskólans um daginn, núna opnar á morgnanna kl. 7.45. Stundum hefur það komið fyrir að fólk bíði fyrir utan á þeim tíma svo að það hefur verið tekin ákvörðun um að þeir tveir starfsmenn sem mæta á þeim tíma muni héðan í frá alltaf byrja á því að opna á Mánadeild, þannig að þeir sem eru seinir fyrir geta komið með börnin inn í leikskólann í gegnum þá deild og skilið skó og yfirhafnir eftir þar og starfsfólk mun koma því inn á deildir. Fljótlega eftir kl. 7.45 verða aðrar deildir opnaðar, fer þó eftir því hversu mikið er að gera, en aldrei seinna en kl. 8.00.
 
Í framhaldi af þessu minnum við á breyttan tíma lokunar, kl.17.15 í stað 17.30.

Dropadeild 23.-27. febrúar

Þessi vika var skemmtileg hjá okkur á Dropadeild.
 
Á mánudaginn byrjaði nýtt barn hjá okkur, hann Kjartan Tumi.
Við erum mjög glöð að fá hann í hópinn og bjóðum hann velkominn.
Það var gríðarlega mikið fjör á öskudaginn, við fórum á grímuball í
salnum, slógum köttinn úr tunnunni, borðuðum popp og dönsuðum. Í
hádeginu var svo hamborgarapartý!
 
 
Við vorum dugleg að fara út að leika, fórum í tónlistarkennslu og í
listasmiðju þar sem að við máluðum á trönur.
 
 
Á föstudaginn vorum við öll í bláu og með bláa nebba. Litavikurnar eru
núna búnar hjá okkur og þökkum við góðar undirtektir.
Takk fyrir frábæra viku á Dropadeild!
 

Dropadeild 16.-20.febrúar

Þessi vika var mjög skemmtileg. Við einbeittum okkur að grænum lit,
máluðum og límdum og lituðum fallegar myndir og reyndum að muna
eftir öllu sem við þekkjum sem er grænt á litinn.
Í dag vorum við að sjálfsögðu öll í grænum fötum.
Við fórum í hreyfistund í salnum með Eddu Guðrúnu og svo gerðum við
ótrúlega flotta bolluvendi í listasmiðju með Lottu!

Útiveran þessa viku var blaut og drullug, sem gerði okkur á Dropadeild
voða hamingjusöm, það er svo gaman að drullumalla og verða skítug upp
fyrir haus.
Við vorum mjög dugleg að æfa okkur að fara sjálf í útiföt og að hátta
okkur sjálf fyrir hvíldina, allir orðnir svo sjálfbjarga hjá okkur.
Í morgun kom svo hann Maximús í heimsókn og dansaði fyrir okkur í
salnum, við fengum svo að knúsa hann og skoða skottið hans. Droparnir
voru alveg dolfallnir yfir þessari skemmtilegu heimsókn.
Takk fyrir frábæra viku, sjáumst hress á mánudaginn,
Dropadeild


Foreldravefur