Dropadeild 16.-20.febrúar

Þessi vika var mjög skemmtileg. Við einbeittum okkur að grænum lit,
máluðum og límdum og lituðum fallegar myndir og reyndum að muna
eftir öllu sem við þekkjum sem er grænt á litinn.
Í dag vorum við að sjálfsögðu öll í grænum fötum.
Við fórum í hreyfistund í salnum með Eddu Guðrúnu og svo gerðum við
ótrúlega flotta bolluvendi í listasmiðju með Lottu!

Útiveran þessa viku var blaut og drullug, sem gerði okkur á Dropadeild
voða hamingjusöm, það er svo gaman að drullumalla og verða skítug upp
fyrir haus.
Við vorum mjög dugleg að æfa okkur að fara sjálf í útiföt og að hátta
okkur sjálf fyrir hvíldina, allir orðnir svo sjálfbjarga hjá okkur.
Í morgun kom svo hann Maximús í heimsókn og dansaði fyrir okkur í
salnum, við fengum svo að knúsa hann og skoða skottið hans. Droparnir
voru alveg dolfallnir yfir þessari skemmtilegu heimsókn.
Takk fyrir frábæra viku, sjáumst hress á mánudaginn,
Dropadeild

Stjörnudeild 16.-20.febrúar

Þessi vika var frábær að vanda hjá okkur á Stjörnudeild.
Við skelltum okkur í Sulló á mánudag, bjuggum til bolluvendi fyrir bolludaginn í
Listasmiðju á þriðjudag, hlustuðum á Maximús Músíkús í tónlist hjá Írisi
á miðvikudag, fórum í hreyfistund og þema á fimmtudag og síðast en ekki
síst fengum við heimsókn frá Maximús Músíkrús á föstudag. Maximús var
ótrúlega flottur og kenndi okkur dansinn sinn og tókum við vel undir.
Svo fáum við að taka bolluvendina okkar með heim í enda vikunnar, til að
bolla nú duglega á fjölskyldumeðlimi á mánudaginn!
 
Takk fyrir frábæra viku og sjáumst á Bolludaginn!
Starfsfólk Stjörnudeildar
 
 

Vikan á Sólskinsdeild

Í þessari viku er ótrúlega margt að frétta af Sólskinsdeild. Stærstu fréttirnar eru þær að hún Svana okkar eignaðist litla stelpu í gær, fimmtudaginn 19. febrúar ! Við sendum henni hamingjuóskir og vonum að allt gangi sem best alt

Þar með er Svana hætt hjá okkur og kennarinn sem tekur við af henni heitir Pat, en hún hefur áralanga reynslu af starfi hér í Grænuborg. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna
Af okkur er annars allt gott að frétta, í vikunni höfum við farið í listasmiðju, hreyfistundir og tónlist eins og venjulega – það er alltaf jafn gaman alt
Einnig gerðum við bolluvendi í frjálsa hópatímanum í vikunni og í þemastarfinu fóru allir hópar í gönguferð um nánasta umhverfi okkar í kringum Grænuborg. Það var mjög skemmtilegt
Í morgun fengum við heimsókn í söngsal – Maximús músíkús kom að heimsækja okkur og það var ótrúlega skemmtilegt!
Góða helgi!alt


Foreldravefur