Vikan á Sólskinsdeild

Í þessari viku er ótrúlega margt að frétta af Sólskinsdeild. Stærstu fréttirnar eru þær að hún Svana okkar eignaðist litla stelpu í gær, fimmtudaginn 19. febrúar ! Við sendum henni hamingjuóskir og vonum að allt gangi sem best alt

Þar með er Svana hætt hjá okkur og kennarinn sem tekur við af henni heitir Pat, en hún hefur áralanga reynslu af starfi hér í Grænuborg. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna
Af okkur er annars allt gott að frétta, í vikunni höfum við farið í listasmiðju, hreyfistundir og tónlist eins og venjulega – það er alltaf jafn gaman alt
Einnig gerðum við bolluvendi í frjálsa hópatímanum í vikunni og í þemastarfinu fóru allir hópar í gönguferð um nánasta umhverfi okkar í kringum Grænuborg. Það var mjög skemmtilegt
Í morgun fengum við heimsókn í söngsal – Maximús músíkús kom að heimsækja okkur og það var ótrúlega skemmtilegt!
Góða helgi!alt

Fyrirlestur 19.febrúar

Við minnum á fyrirlestur á vegum foreldrafélagsins á morgun, fimmtudag 19.febrúar kl. 17.30 í sal Grænuborgar.

Fyrirlesari er Húgó Þórisson og mun hann fjalla um samskipti foreldra og barna.
 
Vonum að þið sjáið ykkur sem flest færi á að mæta!!

Dropadeild 9.- 13. febrúar

Þá er rauða vikan búin hjá okkur á Dropadeild. Hún gekk bara vel, við

gerðum stórt sameiginlegt listaverk sem hangir uppi í fataklefanum. Það
fengu allir að gera fallega rauða mynd og svo enduðum við vikuna í dag á
rauðum degi.
Næstu viku verður svo græni liturinn allsráðandi hjá okkur.
 
Við fengum tónlistarkennslu hjá Írisi og fórum í listasmiðju til Lottu,
það var hörku stuð að vanda.
Svo prófuðum við að leika okkur í holukubbunum, byggðum m.a.
rennibrautir, bíla og hús.
 
Það eru komnar janúarmyndir frá okkur hingað á síðuna, endilega kíkið á
þær alt
 
Takk fyrir skemmtilega viku,
Droparnir


Foreldravefur