Fyrirlestur 19.febrúar

Við minnum á fyrirlestur á vegum foreldrafélagsins á morgun, fimmtudag 19.febrúar kl. 17.30 í sal Grænuborgar.

Fyrirlesari er Húgó Þórisson og mun hann fjalla um samskipti foreldra og barna.
 
Vonum að þið sjáið ykkur sem flest færi á að mæta!!

Dropadeild 9.- 13. febrúar

Þá er rauða vikan búin hjá okkur á Dropadeild. Hún gekk bara vel, við

gerðum stórt sameiginlegt listaverk sem hangir uppi í fataklefanum. Það
fengu allir að gera fallega rauða mynd og svo enduðum við vikuna í dag á
rauðum degi.
Næstu viku verður svo græni liturinn allsráðandi hjá okkur.
 
Við fengum tónlistarkennslu hjá Írisi og fórum í listasmiðju til Lottu,
það var hörku stuð að vanda.
Svo prófuðum við að leika okkur í holukubbunum, byggðum m.a.
rennibrautir, bíla og hús.
 
Það eru komnar janúarmyndir frá okkur hingað á síðuna, endilega kíkið á
þær alt
 
Takk fyrir skemmtilega viku,
Droparnir

Sólskinsdeild 9.- 13. febrúar

Vikan á Sólskinsdeild hefur verið skemmtileg og höfum við mikið leikið okkur í frjálsum leik, bæði úti og inni. Fyrri hluta vikunnar nutum við veðurblíðunnar og lékum okkur mikið úti í snjónum, t.d. að renna okkur á sleða – það er alltaf mikið fjör

Inni höfum við leikið okkur í ýmsum leikjum eins og venjulega, s.s. legókubbum, einingakubbum, púslukubbum, hlutverkaleik á Langa gangi, teiknað, klippt og límt.
 
Elstu barna verkefnin voru líka á sínum stað þar sem við fórum t.d. í flokkunarleiki, rímleiki og leiki með setningar og orð.
Í dag, fimmtudag, byrjaði ný stelpa á Sólskinsdeild. Hún heitir Silvana Ósk og er 5 ára en verður 6 ára í mars. Hún verður í gula hópnum og bjóðum við hana velkomna
 
Á morgun, föstudaginn 13., verður dótadagur og við á Sólskinsdeild eigum líka að stjórna söngsal…það verður gaman alt


Foreldravefur