Dagur leikskólans og þorrablót!

Síðastliðinn föstudagur var viðburðaríkur hér í Grænuborg! Við hófum daginn með notalegri stund á deildum þar sem við buðum foreldrunum að staldra við og fá sér kaffibolla og hafragraut. Það voru ótrúlega margir sem þáðu boðið og þökkum við þeim fyrir komuna!!

Vikan 2.-6. febrúar

Normal 0 false false false MicrosoftInternetExplorer4 /* Style Definitions */ table.MsoNormalTable {mso-style-name:"Table Normal"; mso-style-parent:""; font-size:10.0pt;"Times New Roman";}

Vikan 2.-6. febrúar 2009

Gula vikan gekk vel og viljum við þakka fyrir góðar undirtektir. Gula
myndverkið okkar er aldeilis orðið flott. Allir fengu að gera gul
listaverk og svo æfðum við okkur í að þræða og bjuggum til
stórglæsilegar hálsfestar.
Við enduðum vikuna á gulum og föstudegi og vorum ferlega flott svona öll
í stíl!
Vonandi gengur rauða vikan jafn vel hjá okkur.

Við fórum líka í tónlist með Írisi, í hreyfistund með Eddu og í
listasmiðju með Lottu.

Takk fyrir frábæra viku
Dropadeild

 

 

Vikan hjá Dropunum

Vikan 26.- 30. janúar á Dropadeild

Þessi vika var frekar róleg hjá okkur á Dropadeild, það voru svo margir
heima með hlaupabólu eða flensu. En vonandi fara allir að hressast alt
Við lékum mikið úti í snjónum, fórum í listasmiðju til Lottu og höfðum
það bara mjög gott saman.
Minnum á að litavikurnar byrja í næstu viku og við hefjum leikinn á
GULUM.
 
Góða helgi,
Droparnir


Foreldravefur