Hreyfistundir haustið 2008

Í vetur hefur verið lögð áhersla á fjölbreyttar æfingar þar sem börnin hafa fengið tækifæri til að auka hreysti, þol og úthald. Alhliða hreyfiþroski hefur verið örvaður og æfingarnar hafa verið útfærðar í samræmi...

 

GLEÐILEGT ÁR!

Við óskum ykkur gleðilegs nýs árs með kærri þökk fyrir góða samveru og samstarf á liðnu ári!

Megi árið 2009 vera ykkur ljúft og heillaríkt!

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Grænuborgar

Aðventan

 

Jólastarfið er hafið í skólanum og hafa nú þegar allar deildir bakað piparkökur og skreytt. Piparkökukaffi fyrir foreldra var á Mána-, Stjörnu- og Sólskinsdeildum í nýliðinni viku og voru það mjög notalegar stundir! Föndur, spjall og piparkökusmakk!
Á mánudaginn munu svo Droparnir halda sitt boð.
 
Við munum leggja áherslu á rólegheit og útiveru næstu daga, veitir ekki af sem smá mótvægi við þá tilhlökkun sem hefur hreiðrað um sig í ungum hugum!
 
Við syngjum líka jólalög við hvert tækifæri og gerum okkur dagamun á margskonar hátt.
Kaffihúsaferðir og gönguferðir verða auglýstar frekar á hverri deild fyrir sig.
 
17. desember verður jólaleikrit í skólanum og jólaballið okkar verður 19. desember.
 
Við stefnum á að hafa desember notalegan og ljúfan fyrir börn og fullorðna í Grænuborg!
Aðventukveðjur,
 
Grænuborgarar (",)


Foreldravefur