Foreldrafundur!

Við minnum á foreldrafundinn á mánudagskvöldið 15. september kl. 20.

Að venju verður byrjað í salnum en svo færum við okkur inn á deildir í létt spjall um vetrarstarfið. Það vantar nokkra foreldra í foreldrafélagið svo að endilega hugsið málið hvort þið séuð ekki einmitt þau réttu -skemmtilegt og gefandi starf!

Tilvalið tækifæri til að kynnast betur því starfi sem börnin ykkar eru í og einnig öðrum foreldrum í leikskólanum!

- Léttar veitingar verða í boði -

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!!

 

Starfsmannabreytingar

 

Nú eru flestir komnir úr sumarfríi og vonum við að þið hafið öll haft það gott í blíðunni sem lék við okkur Frón-búa í sumar.

Sumarið á Dropadeild

Það gengur allt ljómandi vel á Dropadeild. Við leikum okkur úti nær allan daginn í þessari blíðu sem hefur leikið við okkur síðustu vikur.


Foreldravefur