Fyrsta vettvangsferð sumarsins!

Við fórum í gönguferð í morgun og gekk það ljómandi vel. Við röðuðum okkur í fallega röð í endurskinsvestunum okkar og héldum af stað. Við sáum margt merkilegt, stóra bíla, kisur og að sjálfsögðu kirkjuna OKKAR:)

Fyrsti áfangastaður okkar var Freyjugötu-róló þar sem við fórum í heimsókn til krakkanna sem þar eru. Þau eiga mikið af flottum bílum og margskonar dóti sem við eigum ekki, eins og sparkbíla og vega-salt, öðruvísi rennibraut en við og kerrur. Við lékum þar í svolitla stund en fórum svo á síðari áfangastaðinn sem var styttugarðurinn. Þar skoðuðum við stytturnar aðeins, en aðallega ferðamennina sem veittu okkur óskipta athygli;) - og eltum svo eina kisu sem var á vappi í garðinum. Það var svo líklega hápunktur ferðarinnar að kisan fylgdi okkur heim á leið nær alveg upp á Grænuborg!

Við snæddum svo grjónagraut í hádegismat og sofnuðum værum blundi!!

Fréttir vikunnar af Stjörnudeild

Þessa vikuna gerðum við margt skemmtilegt á Stjörnudeild eins og okkar er von og vísaJ

Á þriðjudaginn fórum við í Listasmiðju til Lottu að lita og mála myndir (en þess má geta að á næstunni verða allar Listasmiðjumyndir vetrarins sendar heim með börnunum). Auk þess kom umferðaskólinn að heimsækja eldri börnin á leikskólanum, þannig rauði hópur varð þess heiðurs aðnjótandi.

 

Yndælisveður lék við okkur bæði miðvikudag og fimmtudag þannig við nýttum sólina vel og vorum úti mest allan daginnJ.

 

Í dag, föstudag, stjórnuðum við síðan söngsal með mikilli prýði og góðri hjálp frá honum Fabrizio froski (en hann á heima á Stjörnudeild og er í eigu Ariönu).

Takk fyrir vikuna og góða helgi!!

Fyrir hönd Stjörnudeildar,

Anna Berglind deildastjóri.

Gleðin ein!

Af okkur er það besta að segja! Frétt mun berast við fyrsta tækifæri...alt


Foreldravefur