-
Starfsfólk utan deilda
Gerður Sif Hauksdóttir
Gerður Sif Hauksdóttir er leikskólastjóri i 100% stöðu. Hún er lærður leikskólakennari og útskrifaðist 1987, einnig hefur hún lokið framhalds-diplómu í uppeldisfræðum frá KHÍ.
Hún hefur fjölda ára starfsreynslu úr leikskóla en hefur verið leikskólastjóri í Grænuborg frá 2002. Hennar helstu áhugamál eru útivist, samvera, lestur, líðandi stund, ferðalög o.fl. Gerður byrjar daginn með létt AB-mjólk með jarðarberjum, bláberjum eða einhverjum ávöxtum, kaffibollanum má ekki gleyma
Netfang hennar er: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.rvkskolar.is
Hólmfríður Júlíana Pétursdóttir
Hólmfríður er í 100% stöðu og sinnir verkefnum aðstoðarleikskólastjóra og sérkennslustjóra. Hún útskrifaðist sem leikskólakennari árið 2007 og er með fjölda ára starfsreynslu úr leikskóla.
Hennar helstu áhugamál er fjölskyldan og föndur og auðvitað menntun barna. Hólmfríður (Hófý) fær sér chiagraut í morgunverð.
Netfang hennar er: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.rvkskolar.is
Kolfinna Þöll Þórðardóttir
Kofinna byrjaði að vinna í Grænuborg haustið 2019. Hún hefur leikskólareynslu frá öðrum leikskóla. Kolfinna er með stúdentspróf frá MR, það sem henni finnst allra skemmtilegast að gera er að teikna og að vera úti.
-
Starfsfólk Dropadeildar
Ragnheiður Sara Th. Sörensen
Ragga Sara er í 100% starfi deildarstjóra á Dropadeild. Hún er með fjölda ára starfsreynslu úr leikskóla og hefur lokið leikskólaliðanámi við Borgarholtsskóla.
Ragga Sara hefur gaman af tónlist og öllu sem viðkemur börnum. Ragga Sara byrjar daginn á hafragraut eða súrmjólk.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Laufey Ósk Jónsdóttir
Laufey Ósk byrjaði í Grænuborg haustið 2019 og er í 100% starfi á Dropadeild, Hún útskrifaðist úr MH vorið 2019. Laufey Ósk kemur úr Bláskógarbyggð þar sem hún ólst upp á sveitabæ. Hennar helstu áhugamál eru tónlist og lestur bóka.
María Lísa Alexia Jóhannsdóttir
María Lísa er í 80% starfi í Grænuborg og er hún á Dropadeild. María Lísa er með stúdentspróf frá Kvennaskólanum.
Rakel Víglundsdóttir
Rakel er í 80% starfi á Dropadeild. Rakel er menntaður félagsliði og hefur unnið sem slíkur í 10 ár. Hún er núna í leikskólaliðanámi.
Helstu áhugamál hennar eru börn, kynnast fólki, útivist og sveitin. Rakel finnst gott að byrja morguninn á því að fá sér Boost eða hafragraut.
-
Starfsfólk Mánadeildar
Auður Waltersdóttir
Auður er deildarstjóri í 100% starfi á Mánadeild. Auður hefur nokkra ára reynslu af því að starfa í leikskóla. Auður starfaði í Grænuborg í þrjú ár í upphafi aldarinnar, en hefur búið í Noregi síðustu ár. Hennar helstu áhugamál eru t.d. börnin, útvera, fjölskyldan og tónlist.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Árni Þór Sörensen
Árni Þór byrjaði í Grænuborg haustið 2019, hann var áður að vinna sem þjónn í nokkur ár enda lærður í þeirri iðn. Helstu áhugamál hans eru tónlist, skrif og hönnun.
Hildur Franziska Hávarðardóttir
Hildur Franziska er í 100% starfi á Mánadeild út ágústmánuð, hún byrjaði að vinna í Grænuborg í júní 2018. Hildur kláraði stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík vor 2018 af nýmálabraut.Hildur Franziska er fyrrverandi nemandi í Grænuborg.
Salka Hlíðkvist Einarsdóttir
Salka byrjaði í 100% starfi í Grænuborg í janúar 2019. Salka er með stúdentspróf frá MH.
Sigmann Þórðarson
Sigmann sinnir sérkennslu í Grænuborg. Hann er með BA gráðu í myndlist frá LHÍ og er með margra ára starfsreynslu úr leikskóla. Hann stundar núna MA nám í fjölmiðlafræði við HÍ. Varðandi morgunverð þá gefst ekki tími fyrir stóran morgunverð þegar maður snoozar fram eftir morgni, en hann reynir þó að fá sér skyrdrykk þegar hann vaknar og svo hafragraut í Grænuborg. Helstu áhugamál Sigmanns eru myndlist, kvikmyndir, tónlist, fótbolti og svo hefur hann mjög gaman af því að keyra hin ýmsu farartæki, s.s. bíla, hjól, traktora, lyftara, báta og svo er á to-do listanum að læra að fljúga.
-
Starfsfólk Stjörnudeildar
Brynja Guðrún Eiríksdóttir
Brynja er deildarstjóri í 100 % starfi á Stjörnudeild. Hún er með fjölda ára starfsreynslu úr leikskóla. Helstu áhugamál Brynju eru bækur, matur, barnamenning og útivist. Brynja byrjar morguninn á skál af hafragraut.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Styrmir Dýrfjörð
Styrmir er í 100% starfi á Stjörnudeild, hann byrjaði að starfa í Grænuborg í júní 2018. Styrmir er með BA próf í heimspeki frá Háskóla Íslands.Auk þess að vinna í Grænuborg leggur Styrmir stund á nám í tölvunarfræði í HR.
Starri Holm
Starri er í 100% vinnu á Stjörnudeild, hann byrjaði að vinna í Grænuborg vorið 2019, eftir að hafa klárað stúdentspróf frá MH. Helstu áhugamál hans er tónlist og að vera með vinum sínum. Starri er fyrrverandi nemandi í Grænuborg.
Hulda Long
Hulda byrjaði í Grænuborg haust 2019 og er í 40% starfi á Stjörnudeild. Hún hefur lokið BS prófi í Sálfræði frá HÍ, en hefur starfað undanfarin ár sem flugþjónn. Auk þess að vinna í Grænuborg stundar hún mastersnám við HÍ við náms- og starfsráðgjöf. Helstu áhugamál Huldu eru útvist, ferðalög og hreyfing.
-
Starfsfólk Sólskinsdeildar
Ísrún Albertsdóttir
Ísrún er deildarstjóri Sólskinsdeildar, hún er í 100% starfi. Ísrún útskrifaðist frá Fósturskólanum 1994 sem leikskólakennari.Að leika með lego og að leira er það skemmtilegasta sem hún gerir.
Netfang hennar er: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Friðrik Mar Kristjánsson
Friðrik er í 100% starfi á Sólskinsdeild. Friðrik hefur margra ára starfsreynslu í leikskóla. Hans helsta áhugamál eru íþróttir, sérstaklega fótbolti og tónlist.
Friðrik byrjar daginn á lýsinu góða og sterkum kaffibolla. Friðrik stundar nám við H.Í í leikskólakennarafræðum.
Jón Einar Björnsson
Jón Einar er í 80% vinnu á Sólskinsdeild, hann byrjaði að vinna í Grænuborg vorið 2019. Hans helstu áhugamál eru bakstur og útivist. Jón er með BA í grafískri hönnun frá LHÍ.
Oddný S. Þórðardóttir
Oddný er í 50% starfi á Sólskinsdeild, kl. 9.30 - 13.30, hún sinnir sérkennslu. Oddný er leikskólakennari, hún hefur verið bóndi undanfarna áratugi, ásamt því að sinna kennslu og fleiri störfum.Helstu áhugumál eru hannyrðir hverskonar.
Valeria Feudatari
Valeria byrjaði í Grænuborg í október 2018. Hún er einnig við nám í Háskóla Íslands. Hún er náttúrubarn og finnst gaman að fara í gönguferðir, að búa til sögur, að syngja, lesa þjóðsögur og teikna.
Áhugamál hennar eru dýr og tónlist. Valeria byrja daginn á því að fá sér köku og te. Valeria er í 70% vinnu í Grænuborg og er hún á Sólskinsdeild
Vilborg Bjarkadóttir
Vilborg er í 60% starfi á Sólskinsdeild, vinnur á mánudögum, fimmtudögum og á föstudögum frá 8.30 - 16.30. Vilborg er með BA í myndlist frá LHÍ og MA í þjóðfræði frá HÍ.
Vilborgu finnst gott að byrja daginn með smá klípu af hafragraut, annars er hún ekki mikil morgunmatarmanneskja. Hennar helstu áhugamál eru að lesa, skrifa, leira, lita og að ferðast. Það sem gerir dagana skemmtilega eru lifandi samskipti og furðuleg uppátæki með fjölskyldu og vinum.
Júlíana Kristín Jóhannsdóttir
Júlíana Kristín er í frá 09:00-12:00 á Sólkinsdeild mánudag, þriðjudaga og miðvikudaga. Hún er með BA í kvikmynda- og kynjafræði frá HÍ. Hún er með þónokkra starfsreynslu úr leikskóla.
Júlíönu finnst skemmtilegast að spila með hljómsveitinni sinni á tónleikum og vera í sveitinni hjá foreldrum sínum. Henni finnst gott að drekka kaffi og borða banana í morgunmat.